Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þingmaður VG segir ástandið vera óþolandi fyrir foreldra vísir/vilhelm „Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís. Alþingi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís.
Alþingi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira