Hvergerðingar sækja fram gegn lúpínunni og kerflinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. júlí 2015 08:30 Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kom við hjá þeim Viktori Gissurarsyni og Vilhjálmi Ólasyni sem voru í gær að slá lúpínu nærri Hamarsvelli Fréttablaðið/Pjetur „Við ætlum ekki að missa berjamóana okkar undir lúpínu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, þar sem hafið er átak gegn útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Bæjarráð Hveragerðis samþykkti átakið fyrir rúmri viku. Slá á alla lúpínu við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum og er því jafnframt beint til Hvergerðinga að slá kerfil og njóla „í öllum heimagörðum og hvar sem því verður við komið“ eins og segir í samþykktinni. Algjör sprenging hafi orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru í sumar og að lúpína sé dæmi um ágenga erlenda plöntu sem numið hafi land og dreift sér um stór svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lággróður. „Nú er svo komið að sjá má smærri breiður lúpínu á víð og dreif um bæinn og sérstaklega er það áberandi í kringum þjóðveginn og í móunum í kringum byggðina,“ segir í samþykktinni. „Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Hveragerði er ekki nema níu ferkílómetrar þannig að við eigum að geta haldið ákveðnum svæðum lausum við svona óværu,“ segir Aldís. Sem fyrr segir er skorað á íbúa að taka þátt í átakinu. „Umhverfisdeildin hjá okkur hefur verið vakandi fyrir því lengi að kerfill, njóli og lúpína eru ekki plöntur til að hafa inni í byggðinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki garðplöntur,“ segir bæjarstjórinn. Ekki stendur til að útrýma lúpínu úr landi Hveragerðis. „Við látum hana vera á stöðum eins og í giljunum meðfram ánni þar sem eru melar og hrjóstur. Þar getur hún verið og hefur unað sér vel. En við viljum ekki að þessar plöntur nemi land á svæðum sem við höfum hingað til litið á sem útivistarsvæði bæjarbúa; í berjamóum og tilvonandi skógræktarsvæði inni í dal,“ segir Aldís. Skiptar skoðanir eru um ágæti lúpínunnar en Aldís segir gagnrýni á aðgerðir í Hveragerði ekki hafa komið fram. „Enda getum við svarað henni fullum hálsi, við erum ekki með ógróið land. Hér eru ekki uppblástursmelar eða sandar sem þarf að græða upp með lúpínu. Þar sem við viljum uppræta hana er gróið land, við viljum ekki að hún vaði yfir það.“ Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Við ætlum ekki að missa berjamóana okkar undir lúpínu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, þar sem hafið er átak gegn útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Bæjarráð Hveragerðis samþykkti átakið fyrir rúmri viku. Slá á alla lúpínu við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum og er því jafnframt beint til Hvergerðinga að slá kerfil og njóla „í öllum heimagörðum og hvar sem því verður við komið“ eins og segir í samþykktinni. Algjör sprenging hafi orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru í sumar og að lúpína sé dæmi um ágenga erlenda plöntu sem numið hafi land og dreift sér um stór svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lággróður. „Nú er svo komið að sjá má smærri breiður lúpínu á víð og dreif um bæinn og sérstaklega er það áberandi í kringum þjóðveginn og í móunum í kringum byggðina,“ segir í samþykktinni. „Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Hveragerði er ekki nema níu ferkílómetrar þannig að við eigum að geta haldið ákveðnum svæðum lausum við svona óværu,“ segir Aldís. Sem fyrr segir er skorað á íbúa að taka þátt í átakinu. „Umhverfisdeildin hjá okkur hefur verið vakandi fyrir því lengi að kerfill, njóli og lúpína eru ekki plöntur til að hafa inni í byggðinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki garðplöntur,“ segir bæjarstjórinn. Ekki stendur til að útrýma lúpínu úr landi Hveragerðis. „Við látum hana vera á stöðum eins og í giljunum meðfram ánni þar sem eru melar og hrjóstur. Þar getur hún verið og hefur unað sér vel. En við viljum ekki að þessar plöntur nemi land á svæðum sem við höfum hingað til litið á sem útivistarsvæði bæjarbúa; í berjamóum og tilvonandi skógræktarsvæði inni í dal,“ segir Aldís. Skiptar skoðanir eru um ágæti lúpínunnar en Aldís segir gagnrýni á aðgerðir í Hveragerði ekki hafa komið fram. „Enda getum við svarað henni fullum hálsi, við erum ekki með ógróið land. Hér eru ekki uppblástursmelar eða sandar sem þarf að græða upp með lúpínu. Þar sem við viljum uppræta hana er gróið land, við viljum ekki að hún vaði yfir það.“
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira