Hvergerðingar sækja fram gegn lúpínunni og kerflinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. júlí 2015 08:30 Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kom við hjá þeim Viktori Gissurarsyni og Vilhjálmi Ólasyni sem voru í gær að slá lúpínu nærri Hamarsvelli Fréttablaðið/Pjetur „Við ætlum ekki að missa berjamóana okkar undir lúpínu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, þar sem hafið er átak gegn útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Bæjarráð Hveragerðis samþykkti átakið fyrir rúmri viku. Slá á alla lúpínu við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum og er því jafnframt beint til Hvergerðinga að slá kerfil og njóla „í öllum heimagörðum og hvar sem því verður við komið“ eins og segir í samþykktinni. Algjör sprenging hafi orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru í sumar og að lúpína sé dæmi um ágenga erlenda plöntu sem numið hafi land og dreift sér um stór svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lággróður. „Nú er svo komið að sjá má smærri breiður lúpínu á víð og dreif um bæinn og sérstaklega er það áberandi í kringum þjóðveginn og í móunum í kringum byggðina,“ segir í samþykktinni. „Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Hveragerði er ekki nema níu ferkílómetrar þannig að við eigum að geta haldið ákveðnum svæðum lausum við svona óværu,“ segir Aldís. Sem fyrr segir er skorað á íbúa að taka þátt í átakinu. „Umhverfisdeildin hjá okkur hefur verið vakandi fyrir því lengi að kerfill, njóli og lúpína eru ekki plöntur til að hafa inni í byggðinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki garðplöntur,“ segir bæjarstjórinn. Ekki stendur til að útrýma lúpínu úr landi Hveragerðis. „Við látum hana vera á stöðum eins og í giljunum meðfram ánni þar sem eru melar og hrjóstur. Þar getur hún verið og hefur unað sér vel. En við viljum ekki að þessar plöntur nemi land á svæðum sem við höfum hingað til litið á sem útivistarsvæði bæjarbúa; í berjamóum og tilvonandi skógræktarsvæði inni í dal,“ segir Aldís. Skiptar skoðanir eru um ágæti lúpínunnar en Aldís segir gagnrýni á aðgerðir í Hveragerði ekki hafa komið fram. „Enda getum við svarað henni fullum hálsi, við erum ekki með ógróið land. Hér eru ekki uppblástursmelar eða sandar sem þarf að græða upp með lúpínu. Þar sem við viljum uppræta hana er gróið land, við viljum ekki að hún vaði yfir það.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
„Við ætlum ekki að missa berjamóana okkar undir lúpínu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, þar sem hafið er átak gegn útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Bæjarráð Hveragerðis samþykkti átakið fyrir rúmri viku. Slá á alla lúpínu við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum og er því jafnframt beint til Hvergerðinga að slá kerfil og njóla „í öllum heimagörðum og hvar sem því verður við komið“ eins og segir í samþykktinni. Algjör sprenging hafi orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru í sumar og að lúpína sé dæmi um ágenga erlenda plöntu sem numið hafi land og dreift sér um stór svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lággróður. „Nú er svo komið að sjá má smærri breiður lúpínu á víð og dreif um bæinn og sérstaklega er það áberandi í kringum þjóðveginn og í móunum í kringum byggðina,“ segir í samþykktinni. „Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Hveragerði er ekki nema níu ferkílómetrar þannig að við eigum að geta haldið ákveðnum svæðum lausum við svona óværu,“ segir Aldís. Sem fyrr segir er skorað á íbúa að taka þátt í átakinu. „Umhverfisdeildin hjá okkur hefur verið vakandi fyrir því lengi að kerfill, njóli og lúpína eru ekki plöntur til að hafa inni í byggðinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki garðplöntur,“ segir bæjarstjórinn. Ekki stendur til að útrýma lúpínu úr landi Hveragerðis. „Við látum hana vera á stöðum eins og í giljunum meðfram ánni þar sem eru melar og hrjóstur. Þar getur hún verið og hefur unað sér vel. En við viljum ekki að þessar plöntur nemi land á svæðum sem við höfum hingað til litið á sem útivistarsvæði bæjarbúa; í berjamóum og tilvonandi skógræktarsvæði inni í dal,“ segir Aldís. Skiptar skoðanir eru um ágæti lúpínunnar en Aldís segir gagnrýni á aðgerðir í Hveragerði ekki hafa komið fram. „Enda getum við svarað henni fullum hálsi, við erum ekki með ógróið land. Hér eru ekki uppblástursmelar eða sandar sem þarf að græða upp með lúpínu. Þar sem við viljum uppræta hana er gróið land, við viljum ekki að hún vaði yfir það.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira