Áhyggjur af dagforeldrum sem komnir eru yfir sjötugt Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Talsmaður Félags dagforeldra segir að á bilinu fimm til tíu dagforeldrar í Reykjavík séu yfir sjötugu. fréttablaðið/Andri Marínó Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent