Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þessir Kúrdar börðust við lögreglu í Tyrklandi nordicphotos/afp „Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu. Mið-Austurlönd Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
„Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira