Erlent

Kúba tekin af lista yfir ríki þar sem mansal þrífst

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
John Kerry kynnti skýrslu utanríkisráðuneytisins á hækjum sem hann hefur verið á frá því hann lenti í skíðaslysi í maí síðastliðnum.
John Kerry kynnti skýrslu utanríkisráðuneytisins á hækjum sem hann hefur verið á frá því hann lenti í skíðaslysi í maí síðastliðnum. nordicphotos/afp
Kúba og Malasía voru í gær tekin af lista Bandaríkjanna yfir þau ríki þar sem mansal þrífst helst. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti árlega skýrslu utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu í gær.

Samflokksmenn Kerrys úr flokki demókrata gagnrýndu hann fyrir að taka Kúbu og Malasíu af listanum og töldu ástæðuna pólitíska en Bandaríkin og Kúba tóku aftur upp formlegt stjórnmálasamband í síðustu viku. Auk þess er viðskiptasamningur við Malasíu í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×