Innlent

Makríll og höft í næstu viku

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Nefndarfundur var á Alþingi í gær. Á meðal stórra mála sem tekin voru fyrir má nefna frumvarp sjávarútvegsráðherra um makríl og frumvörp fjármálaráðherra tengd haftalosun.

Losun hafta er mál sem þarfnast mikillar yfirlegu og líklegt er að þegar um þingfrestun semst verði nokkrir þingdagar sérstaklega lagðir undir það.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru skiptar skoðanir varðandi makrílinn á milli þeirra sérfræðinga sem nefndin hefur heyrt í.

Ekki tókst að ná lendingu í málinu í gær, en vonast er til að það gerist eftir helgi, líkt og með höftin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×