Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús guðsteinn bjarnason skrifar 27. maí 2015 09:30 Íraskir hermenn. Þessir standa vörð í Jurfal-Sakher, um 50 kílómetra suður af Bagdad. nordicphotos/AFP Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu.
Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira