Írar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nordicphotos/AFP Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. Írland Trúmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert.
Írland Trúmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira