Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2015 07:00 1.700 tonn af langreyðarkjöti eru um borð í Winter Bay sem liggur við bryggju í Hafnarfirði þar sem þessi mynd var tekin í gær. VÍSIR/ERNIR „Dýraverndunarsjónarmið eru fyrir borð borin með þessu atferli. Það er líka í þágu íslenskra hagsmuna að snúa baki við slíkum óvissuferðum Hvals hf. og virða vilja alþjóðasamfélagsins,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins. Samtökin furða sig á því að Hvalur hf. ætli að ögra alþjóðasamfélaginu með hnattreisu með langreyðarkjöt til Japans. Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum í gær í kjölfar frétta af 1.700 tonnum af langreyðarkjöti til útflutnings um borð í skipinu Winter Bay sem liggur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Kristján Loftsson, stjórnarformaður hjá HB Granda, er forstjóri Hvals hf. Samtökin segja að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun með smyglvarning, sem fá ríki vilja nokkuð koma nálægt. „Það er litið á slíka verslun sömu augum og verslun með fílabein,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar eru bannaðar samkvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982 og telur Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn ólíklegt að CITES-samningurinn sem Ísland hefur fullgilt, um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu, muni samþykkja milliríkjaverslun með langreyðarkjöt. „Langreyðurin er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt þeim samningi,“ segir Sigursteinn. „Skipið Alma sigldi síðasta vor með hvalkjöt í einn og hálfan mánuð mjög óhefðbundna leið og lagðist hvergi að bryggju fyrr en á áfangastað. Það sýnir skoðanir alþjóðasamfélagsins.“ Tengdar fréttir „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Dýraverndunarsjónarmið eru fyrir borð borin með þessu atferli. Það er líka í þágu íslenskra hagsmuna að snúa baki við slíkum óvissuferðum Hvals hf. og virða vilja alþjóðasamfélagsins,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins. Samtökin furða sig á því að Hvalur hf. ætli að ögra alþjóðasamfélaginu með hnattreisu með langreyðarkjöt til Japans. Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum í gær í kjölfar frétta af 1.700 tonnum af langreyðarkjöti til útflutnings um borð í skipinu Winter Bay sem liggur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Kristján Loftsson, stjórnarformaður hjá HB Granda, er forstjóri Hvals hf. Samtökin segja að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun með smyglvarning, sem fá ríki vilja nokkuð koma nálægt. „Það er litið á slíka verslun sömu augum og verslun með fílabein,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar eru bannaðar samkvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982 og telur Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn ólíklegt að CITES-samningurinn sem Ísland hefur fullgilt, um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu, muni samþykkja milliríkjaverslun með langreyðarkjöt. „Langreyðurin er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt þeim samningi,“ segir Sigursteinn. „Skipið Alma sigldi síðasta vor með hvalkjöt í einn og hálfan mánuð mjög óhefðbundna leið og lagðist hvergi að bryggju fyrr en á áfangastað. Það sýnir skoðanir alþjóðasamfélagsins.“
Tengdar fréttir „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35
HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58