Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2015 07:00 Þrengsl í Þingholtunum VÍSIR/GVA „Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur. Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur.
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51