Bakkaði að eldhúsglugganum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:51 Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson.. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson..
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57