Löggan á í vök að verjast á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 10:48 Lögreglan á í nokkrum vandræðum með fréttaþjónustu sína vegna fyrirspurna sem snúa að óþægilegu atviki sem ekki henta ritstjórnarstefnu miðilsins. Sótt er að lögreglunni á samfélagsmiðlum vegna atviks sem greint var frá á Vísi í gær: Þegar mótorhjólalögga meinaði Halldóri Bragasyni blúsmanni að taka myndir af því þegar stór rúta var nánast föst í Þingholtunum, og bakkaði nánast inn um eldhúsglugga heimili blúsmannsins. Lögreglan hefur staðið fyrir einskonar fréttaþjónustu á Facebook og Twitter þar sem hún segir fréttir af sjálfri sér og nú, þegar þetta er ritað, tefla þeir fram „frétt“ efst á síðu sinni þar sem hin kunni lögregluþjónn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, raular Eurovision-framlag Íslendinga þar sem hann keyrir um á lögreglubíl og sendir lesendum skilaboð þar sem segir meðal annars: „Það er eitthvað við þessa dásamlegu keppni sem sameinar fólk. Allt frá nágrönnum, vinnustöðum, vinum, fjölskyldum og jafnvel upp í heilu þjóðirnar. Yfirskrift keppninnar í ár "building bridges" lýsir þessum anda keppninnar svo vel.“Þá er ný og extra skemmtileg vika framundan. Þetta er nefnilega hin árlega Eurovision vika. Það er eitthvað við þessa dásamlegu keppni sem sameinar fólk. Allt frá nágrönnum, vinnustöðum, vinum, fjölskyldum og jafnvel upp í heilu þjóðirnar. Yfirskrift keppninnar í ár "building bridges" lýsir þessum anda keppninnar svo vel. Við skulum því endilega nota þessa viku og æfa okkur í að byggja brýr okkar á milli með því að sýna hvert öðru virðingu og kærleika í einu og öllu. Sama hvort það er í leik, starfi, umferðinni eða eurovisionpartýunum. Svo sendum við að sjálfsögðu ofur góða strauma til Maríu og allra hinna sem stödd eru í Vín. Eurovision kveðja til ykkar allra. - Biggi lögga :) Áfram Ísland! #12stig #eurovisionPosted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 18. maí 2015Hverslags samskiptamynstur er þetta? Hins vegar leikur ýmsa forvitni á að vita hver afstaða lögreglunnar sé til þessa atviks og hvort það sé virkilega svo að lögreglan geti meinað fólki að taka myndir á almannafæri? Fyrirspurnum þessa efnis var í fyrstu eytt en, síðan var horfið frá þeirri stefnu. Þannig spyr til dæmis Ingi Björnsson á Facebookfréttasíðu lögreglunnar: „Á hvaða forsendum getið þið bannað fólki að taka myndir af þessu og hverslags samskiftamynstur eruð þið að byggja upp við almenna borgara sem eru á heimilum sínum ?” Önnur slík fyrirspurn er frá Erlingi Alfreð Jónssyni: „Getur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýst hvor lögreglumaðurinn er í fullum rétti við þær aðstæður sem sýndar eru í myndbandinu sem fylgir þessari frétt við að a) banna almennum borgara að taka myndir/ myndband af atburðum í nágrenni sínu, b) óska eftir að ekki verði teknar myndir af honum við störf, og c) gera tilraun til að taka upptökutæki af almennum borgara. ”Lögreglan getur ekki bannað fólki að taka myndir Lögreglan hefur svarað nokkrum fyrirspurna, til dæmis með eftirfarandi ummælum: „Sæll Erlingur. Lögreglan getur ekki bannað fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. Hún getur þó sannarlega óskað eftir að það sé ekki gert - enda má ekki gleyma því að það er grundvallar kurteisi að virða óskir annarra um að vera ekki mynduð við störf sín. Já, lögreglunni er heimilt að leggja hald á tæki eða tól vegna rannsóknar mála, en það verður þá að vera vegna tiltekins mál og ástæðan að vera skýr.“Mótorhjólalöggan umdeilda.Móðgaður tónlistarmaður Þó ýmisir krefjist svara eru þeir til sem standa með lögreglunni. Einn slíkur er Billi Jónatans. Hann hefur litla sem enga samúð með Halldóri Bragasyni: „Þetta er tilfinningarúnk yfir dónaskap tónlistarmanns gagnvart lögreglumanni við störf. Tónlistarmaður var hræddur um stofugluggann sinn og tekur myndband til að eiga fyrir tryggingarfélagið sitt. Viðkomandi lögreglumaður bað tónlistarmanninn vinsamlega um að hætta að taka af sér myndir. Tónlistarmaðurinn svarar með því að troða myndavélinni í andlitið á lögreglumanninum... Ingi hvernig myndi þér líka slíkan dónaskap frá móðguðum tónlistarmanni?“Getur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýst hvor lögreglumaðurinn er í fullum rétti við þær aðstæður sem sýndar eru í...Posted by Erlingur Alfreð Jónsson on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sótt er að lögreglunni á samfélagsmiðlum vegna atviks sem greint var frá á Vísi í gær: Þegar mótorhjólalögga meinaði Halldóri Bragasyni blúsmanni að taka myndir af því þegar stór rúta var nánast föst í Þingholtunum, og bakkaði nánast inn um eldhúsglugga heimili blúsmannsins. Lögreglan hefur staðið fyrir einskonar fréttaþjónustu á Facebook og Twitter þar sem hún segir fréttir af sjálfri sér og nú, þegar þetta er ritað, tefla þeir fram „frétt“ efst á síðu sinni þar sem hin kunni lögregluþjónn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, raular Eurovision-framlag Íslendinga þar sem hann keyrir um á lögreglubíl og sendir lesendum skilaboð þar sem segir meðal annars: „Það er eitthvað við þessa dásamlegu keppni sem sameinar fólk. Allt frá nágrönnum, vinnustöðum, vinum, fjölskyldum og jafnvel upp í heilu þjóðirnar. Yfirskrift keppninnar í ár "building bridges" lýsir þessum anda keppninnar svo vel.“Þá er ný og extra skemmtileg vika framundan. Þetta er nefnilega hin árlega Eurovision vika. Það er eitthvað við þessa dásamlegu keppni sem sameinar fólk. Allt frá nágrönnum, vinnustöðum, vinum, fjölskyldum og jafnvel upp í heilu þjóðirnar. Yfirskrift keppninnar í ár "building bridges" lýsir þessum anda keppninnar svo vel. Við skulum því endilega nota þessa viku og æfa okkur í að byggja brýr okkar á milli með því að sýna hvert öðru virðingu og kærleika í einu og öllu. Sama hvort það er í leik, starfi, umferðinni eða eurovisionpartýunum. Svo sendum við að sjálfsögðu ofur góða strauma til Maríu og allra hinna sem stödd eru í Vín. Eurovision kveðja til ykkar allra. - Biggi lögga :) Áfram Ísland! #12stig #eurovisionPosted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 18. maí 2015Hverslags samskiptamynstur er þetta? Hins vegar leikur ýmsa forvitni á að vita hver afstaða lögreglunnar sé til þessa atviks og hvort það sé virkilega svo að lögreglan geti meinað fólki að taka myndir á almannafæri? Fyrirspurnum þessa efnis var í fyrstu eytt en, síðan var horfið frá þeirri stefnu. Þannig spyr til dæmis Ingi Björnsson á Facebookfréttasíðu lögreglunnar: „Á hvaða forsendum getið þið bannað fólki að taka myndir af þessu og hverslags samskiftamynstur eruð þið að byggja upp við almenna borgara sem eru á heimilum sínum ?” Önnur slík fyrirspurn er frá Erlingi Alfreð Jónssyni: „Getur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýst hvor lögreglumaðurinn er í fullum rétti við þær aðstæður sem sýndar eru í myndbandinu sem fylgir þessari frétt við að a) banna almennum borgara að taka myndir/ myndband af atburðum í nágrenni sínu, b) óska eftir að ekki verði teknar myndir af honum við störf, og c) gera tilraun til að taka upptökutæki af almennum borgara. ”Lögreglan getur ekki bannað fólki að taka myndir Lögreglan hefur svarað nokkrum fyrirspurna, til dæmis með eftirfarandi ummælum: „Sæll Erlingur. Lögreglan getur ekki bannað fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. Hún getur þó sannarlega óskað eftir að það sé ekki gert - enda má ekki gleyma því að það er grundvallar kurteisi að virða óskir annarra um að vera ekki mynduð við störf sín. Já, lögreglunni er heimilt að leggja hald á tæki eða tól vegna rannsóknar mála, en það verður þá að vera vegna tiltekins mál og ástæðan að vera skýr.“Mótorhjólalöggan umdeilda.Móðgaður tónlistarmaður Þó ýmisir krefjist svara eru þeir til sem standa með lögreglunni. Einn slíkur er Billi Jónatans. Hann hefur litla sem enga samúð með Halldóri Bragasyni: „Þetta er tilfinningarúnk yfir dónaskap tónlistarmanns gagnvart lögreglumanni við störf. Tónlistarmaður var hræddur um stofugluggann sinn og tekur myndband til að eiga fyrir tryggingarfélagið sitt. Viðkomandi lögreglumaður bað tónlistarmanninn vinsamlega um að hætta að taka af sér myndir. Tónlistarmaðurinn svarar með því að troða myndavélinni í andlitið á lögreglumanninum... Ingi hvernig myndi þér líka slíkan dónaskap frá móðguðum tónlistarmanni?“Getur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýst hvor lögreglumaðurinn er í fullum rétti við þær aðstæður sem sýndar eru í...Posted by Erlingur Alfreð Jónsson on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51