Nota hærri skatta til kælingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir í ræðustól. vísir/daníel Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira