Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Hefur ekki gert upp hug sinn um sæstreng – og sér bæði kosti og galla við verkefnið. fréttablaðið/gva „Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira