Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Hefur ekki gert upp hug sinn um sæstreng – og sér bæði kosti og galla við verkefnið. fréttablaðið/gva „Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira