Kallar eftir nýrri þjóðarsátt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson segir skorta alla samstöðu og samhljóm í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Skapa þurfi breiða samstöðu. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“
Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira