Kallar eftir nýrri þjóðarsátt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson segir skorta alla samstöðu og samhljóm í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Skapa þurfi breiða samstöðu. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira