Styttist í framandi kynni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2015 13:15 Vísindamenn NASA eru sannfærðir um að líf finnist á næstu áratugum. VÍSIR/GETTY Gnægð vatns í sólkerfinu okkar ásamt uppgötvun þúsunda lífvænlegra reikistjarna hefur stóraukið líkur á að framandi líf finnist. Stóru spurningunni verður svarað á næstu áratugum. Dóttir mín mun ekki vaxa og dafna í sama heimi og ég. Rétt eins og hvernig ég óx úr grasi í heimi ólíkum þeim sem foreldrar mínir skutu rótum í mun stelpan mín, vonir hennar og þrár, taka mið af samfélagslegum og vísindalegum veruleika sem verður mér að mestu óskiljanlegur. Sem betur fer. En, ég hugsa um það sem bíður hennar og til mögulegra tíðinda sem ég þarf vonandi ekki að greina frá. Listinn hefur að geyma notalegheit á borð við útbreidd átök í Kasmír milli Indlands og Pakistans, olíuslys á norðurslóðum og misheppnað átak alþjóðasamfélagsins til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru raunverulegar ógnir, en í grunninn ósennilegar. Fréttamálin mögulegu á hinum listanum eru öllu sennilegri. Bóluefni við ýmsum pestum, örbirgð og hungursneyð þjóðanna á útleið, internetið mun ná til allra heimshorna. Fréttin sem ég þrái að segja stálpaðri dóttur minni verður til þess að hún mun horfa til stjarnanna og sjá alheim þar sem líf er ekki bundið við eina lítilfjörlega reikistjörnu. Alheimurinn hennar verður yfirfullur af lífi.Vísbendingar eru um að Mars hafi eitt sinn verið vot veröld og lífvænlegVÍSIR/GETTYUppruni og upphaf „Ég tel að við munum finna traust merki um líf handan Jarðar á næsta áratug og óyggjandi vísbendingar um líf á næstu 10 til 20 árum,“ sagði Ellen Stofan, yfirvísindamaður NASA, í pallborðsumræðum um framandi líf í vikunni. Stórar yfirlýsingar sem þessar krefjast öflugs rökstuðnings og miðað við uppgötvanir síðustu ára virðist Stofan ekki vera á hálum ís. Við höfum fundið rúmlega 4.000 bergreikistjörnur þar sem loftslag er tiltölulega milt. Á sama tíma höfum við áttað okkur á að vatn er algengt í sólkerfinu, samanlagt magn H2O í neðanjarðarhöfum á tunglum Satúrnusar og Júpíters er margfalt meira en hér á Jörðinni. Fyrir árþúsundum var Mars vot veröld. Sé mið tekið af efnafræðilegum eiginleikum þeirra frumefna sem eru algengust í alheiminum er hæglega hægt að áætla að lífefnafræðilegir neistar lífs eigi sér stað með leysieiginleikum vatns. Framandi efnafræðingur sem þakkar ammóníaki tilvist sína hlýtur að taka undir þetta.Ellen Stofan, yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA.VÍSIR/NASAEkki „hvort“ heldur „hvenær“ „Þegar við tölum um líf á Mars eða í öðrum sólkerfum, þá erum við ekki að tala um litla græna menn. Við erum að tala um örverur. Þetta er birtingarmynd lífs sem er erfitt að finna,“ sagði Stofan. Hún bendir á gervitunglsveima nú yfir Mars, glyrnur stjörnusjónauka skima eftir lífi og Curiosity þefar uppi flóknar lífrænar sameindir á rauðu plánetunni. En það þarf meira til. „Á endanum þurfum við senda líffræðinga á vettvang í leit að lífi og steingervingum.“ Þannig rannsakar NASA hvaða áhrif ársdvöl í geimnum hefur á líkamann. Tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly kvöddust 27. mars síðastliðinn. Sá fyrrnefndi verður um borð í alþjóðlegu geimstöðinni í 12 mánuði en saman veita bræðurnir vísindamönnum einstakt tækifæri til að meta áhrif langvarandi þyngdarleysis. NASA skýtur síðan James Webb-geimsjónaukanum risavaxna, arftaka Hubble, á loft árið 2018. Loks fær Curiosity félagsskap árið 2020 þegar nýtt könnunarfar lendir á Mars. „Við vitum hvar við eigum að leita. Við vitum hvernig við eigum að leita,“ sagði Stofan. „Og í flestum tilfellum er tæknin til staðar og við vinnum nú að því að innleiða þessa tækni.“Geimflaug hefur sig til lofts frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum.VÍSIR/GETTYJohn Grunsfeld, leiðangursstjóri vísindarannsókna NASA, tók undir með Stofan: „Þegar kemur að sólkerfinu okkar, hvort sem það er ísilagt tungl eða Mars, þá erum við einni kynslóð frá [þessum uppgötvunum] og það sama á við um reikistjörnu á braut um nálæga stjörnu.“KynslóðaskiptiYfirlitsáhrif er fyrirbæri sem margir geimfarar upplifa þegar þeir berja Jörðina augum og hefur verið skilgreint sem „vitsmunaleg tilfærsla meðvitundar“. Landamæri verða að engu, það er ekkert sem aðgreinir mannfólkið. Ég er sannfærður um að sambærileg áhrif munu eiga sér stað þegar líf loks finnst handan Jarðar. Vísindin virðast vera í startholunum fyrir eitthvað stórkostlegt. Eins og dóttir mín eru þau eins og gormur sem spenntur hefur verið niður, orka sem bíður þess að losna úr læðingi. Vonandi fá þau að teygja sig hátt. Vonandi fæ ég að segja þessa frétt og vonandi hlustar Jónína. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Gnægð vatns í sólkerfinu okkar ásamt uppgötvun þúsunda lífvænlegra reikistjarna hefur stóraukið líkur á að framandi líf finnist. Stóru spurningunni verður svarað á næstu áratugum. Dóttir mín mun ekki vaxa og dafna í sama heimi og ég. Rétt eins og hvernig ég óx úr grasi í heimi ólíkum þeim sem foreldrar mínir skutu rótum í mun stelpan mín, vonir hennar og þrár, taka mið af samfélagslegum og vísindalegum veruleika sem verður mér að mestu óskiljanlegur. Sem betur fer. En, ég hugsa um það sem bíður hennar og til mögulegra tíðinda sem ég þarf vonandi ekki að greina frá. Listinn hefur að geyma notalegheit á borð við útbreidd átök í Kasmír milli Indlands og Pakistans, olíuslys á norðurslóðum og misheppnað átak alþjóðasamfélagsins til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru raunverulegar ógnir, en í grunninn ósennilegar. Fréttamálin mögulegu á hinum listanum eru öllu sennilegri. Bóluefni við ýmsum pestum, örbirgð og hungursneyð þjóðanna á útleið, internetið mun ná til allra heimshorna. Fréttin sem ég þrái að segja stálpaðri dóttur minni verður til þess að hún mun horfa til stjarnanna og sjá alheim þar sem líf er ekki bundið við eina lítilfjörlega reikistjörnu. Alheimurinn hennar verður yfirfullur af lífi.Vísbendingar eru um að Mars hafi eitt sinn verið vot veröld og lífvænlegVÍSIR/GETTYUppruni og upphaf „Ég tel að við munum finna traust merki um líf handan Jarðar á næsta áratug og óyggjandi vísbendingar um líf á næstu 10 til 20 árum,“ sagði Ellen Stofan, yfirvísindamaður NASA, í pallborðsumræðum um framandi líf í vikunni. Stórar yfirlýsingar sem þessar krefjast öflugs rökstuðnings og miðað við uppgötvanir síðustu ára virðist Stofan ekki vera á hálum ís. Við höfum fundið rúmlega 4.000 bergreikistjörnur þar sem loftslag er tiltölulega milt. Á sama tíma höfum við áttað okkur á að vatn er algengt í sólkerfinu, samanlagt magn H2O í neðanjarðarhöfum á tunglum Satúrnusar og Júpíters er margfalt meira en hér á Jörðinni. Fyrir árþúsundum var Mars vot veröld. Sé mið tekið af efnafræðilegum eiginleikum þeirra frumefna sem eru algengust í alheiminum er hæglega hægt að áætla að lífefnafræðilegir neistar lífs eigi sér stað með leysieiginleikum vatns. Framandi efnafræðingur sem þakkar ammóníaki tilvist sína hlýtur að taka undir þetta.Ellen Stofan, yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA.VÍSIR/NASAEkki „hvort“ heldur „hvenær“ „Þegar við tölum um líf á Mars eða í öðrum sólkerfum, þá erum við ekki að tala um litla græna menn. Við erum að tala um örverur. Þetta er birtingarmynd lífs sem er erfitt að finna,“ sagði Stofan. Hún bendir á gervitunglsveima nú yfir Mars, glyrnur stjörnusjónauka skima eftir lífi og Curiosity þefar uppi flóknar lífrænar sameindir á rauðu plánetunni. En það þarf meira til. „Á endanum þurfum við senda líffræðinga á vettvang í leit að lífi og steingervingum.“ Þannig rannsakar NASA hvaða áhrif ársdvöl í geimnum hefur á líkamann. Tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly kvöddust 27. mars síðastliðinn. Sá fyrrnefndi verður um borð í alþjóðlegu geimstöðinni í 12 mánuði en saman veita bræðurnir vísindamönnum einstakt tækifæri til að meta áhrif langvarandi þyngdarleysis. NASA skýtur síðan James Webb-geimsjónaukanum risavaxna, arftaka Hubble, á loft árið 2018. Loks fær Curiosity félagsskap árið 2020 þegar nýtt könnunarfar lendir á Mars. „Við vitum hvar við eigum að leita. Við vitum hvernig við eigum að leita,“ sagði Stofan. „Og í flestum tilfellum er tæknin til staðar og við vinnum nú að því að innleiða þessa tækni.“Geimflaug hefur sig til lofts frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum.VÍSIR/GETTYJohn Grunsfeld, leiðangursstjóri vísindarannsókna NASA, tók undir með Stofan: „Þegar kemur að sólkerfinu okkar, hvort sem það er ísilagt tungl eða Mars, þá erum við einni kynslóð frá [þessum uppgötvunum] og það sama á við um reikistjörnu á braut um nálæga stjörnu.“KynslóðaskiptiYfirlitsáhrif er fyrirbæri sem margir geimfarar upplifa þegar þeir berja Jörðina augum og hefur verið skilgreint sem „vitsmunaleg tilfærsla meðvitundar“. Landamæri verða að engu, það er ekkert sem aðgreinir mannfólkið. Ég er sannfærður um að sambærileg áhrif munu eiga sér stað þegar líf loks finnst handan Jarðar. Vísindin virðast vera í startholunum fyrir eitthvað stórkostlegt. Eins og dóttir mín eru þau eins og gormur sem spenntur hefur verið niður, orka sem bíður þess að losna úr læðingi. Vonandi fá þau að teygja sig hátt. Vonandi fæ ég að segja þessa frétt og vonandi hlustar Jónína.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira