Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið 14. mars 2015 13:00 Vladimír Pútín Forseti Rússlands virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana.fréttablaðið/EPA Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira