Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið 14. mars 2015 13:00 Vladimír Pútín Forseti Rússlands virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana.fréttablaðið/EPA Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira