„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu safnið í Mosul í rúst. Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15
Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26
ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30