Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2015 08:45 Skipverjar af Vædderen bera lík eins sjómannanna í land í Færeyjum. DV/Eðvarð T. Jónsson „Það skiptir okkur öll miklu máli að sannleikurinn komi loks í ljós, bæði fyrir þá sem komust lífs af og einnig aðstandendur þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, sem hafa ekki enn fengið að vita hvað nákvæmlega gerðist,“ segir Stefán Karl Stefánsson, en faðir hans, Stefán Björgvinsson, vann að lestun Suðurlands áður en skipið lagði í hinstu ferð sína, á aðfangadag jóla árið 1986.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að líklega gætu gögn breska flotans varpað ljósi á hvað átti sér stað þegar Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi. Vitað er af ferðum breskra kafbáta á svæðinu.Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir Óttar Sveinsson, blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma.Heimkoma Skipbrotsmenn af Suðurlandinu koma til Reykjavíkur frá Færeyjum árið 1986. Mynd/GVA „Man vel eftir því þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima“ Stefán Karl telur þó ólíklegt að Bretar opni bækur sínar að fullu til þess að málið upplýsist. „Ég vil ekki búa til einhverjar vonir um að gögn fáist frá breska flotanum. Við vitum hins vegar að kafbátur breska flotans var þarna undir Suðurlandinu umrætt kvöld. Ef við fáum úr því skorið að Bretar hafi verið þarna og ekkert aðhafst til að bjarga sjómönnum úr ísköldu Atlantshafinu er það nægilegt tilefni til alvarlegrar milliríkjadeilu,“ segir Stefán Karl. Hann segir að skipsskaði Suðurlandsins hafi alla tíð verið föður sínum ofarlega í huga. „Við ræddum þetta mál síðast aðeins örfáum dögum áður en hann lést árið 2012. Þetta tók mjög á hann og ég man mætavel eftir jólunum 1986 þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima.“Sigurður Hlöðversson.„Skiptir máli fyrir þá sem komu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós“ Sigurður Hlöðversson missti föður sinn, Hlöðver Einarsson, þegar skipið sökk. Hlöðver var 41 árs gamall Hann segir það vera mikilvægt að geta lokað málinu með því að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvers vegna skipið fórst. „Fyrir mig persónulega skiptir það að sjálfsögðu máli hvað þarna gerðist en ég hef ekki verið að velta mér mikið upp úr því hvað gerðist, á öllum þessum árum, hvort pabbi minn dó í vonskuveðri, hvernig skipið var hlaðið eða vegna hernaðarbrölts undir skipinu. Það færir mér hann ekki til baka en ég vil fá endalok í málið,“ segir Sigurður. Sigurður bendir einnig á að óvissan sé ónotaleg. „Þetta mál hefur dúkkað upp reglulega í gegnum árin í fjölmiðlum og það getur verið tilfinningalega óþægilegt að vera sífellt að lesa um það. Hins vegar tel ég það skipta mjög miklu máli fyrir alla og ekki síst þá sem komust lífs af og þá sem unnu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós.“ Þann 3. janúar 1987 hófust sjópróf hjá bæjarfógeta í Hafnarirði vegna slyssins er Suðurland fórst 290 sjómíluar austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1986Mynd/GVA Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Það skiptir okkur öll miklu máli að sannleikurinn komi loks í ljós, bæði fyrir þá sem komust lífs af og einnig aðstandendur þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, sem hafa ekki enn fengið að vita hvað nákvæmlega gerðist,“ segir Stefán Karl Stefánsson, en faðir hans, Stefán Björgvinsson, vann að lestun Suðurlands áður en skipið lagði í hinstu ferð sína, á aðfangadag jóla árið 1986.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að líklega gætu gögn breska flotans varpað ljósi á hvað átti sér stað þegar Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi. Vitað er af ferðum breskra kafbáta á svæðinu.Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir Óttar Sveinsson, blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma.Heimkoma Skipbrotsmenn af Suðurlandinu koma til Reykjavíkur frá Færeyjum árið 1986. Mynd/GVA „Man vel eftir því þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima“ Stefán Karl telur þó ólíklegt að Bretar opni bækur sínar að fullu til þess að málið upplýsist. „Ég vil ekki búa til einhverjar vonir um að gögn fáist frá breska flotanum. Við vitum hins vegar að kafbátur breska flotans var þarna undir Suðurlandinu umrætt kvöld. Ef við fáum úr því skorið að Bretar hafi verið þarna og ekkert aðhafst til að bjarga sjómönnum úr ísköldu Atlantshafinu er það nægilegt tilefni til alvarlegrar milliríkjadeilu,“ segir Stefán Karl. Hann segir að skipsskaði Suðurlandsins hafi alla tíð verið föður sínum ofarlega í huga. „Við ræddum þetta mál síðast aðeins örfáum dögum áður en hann lést árið 2012. Þetta tók mjög á hann og ég man mætavel eftir jólunum 1986 þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima.“Sigurður Hlöðversson.„Skiptir máli fyrir þá sem komu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós“ Sigurður Hlöðversson missti föður sinn, Hlöðver Einarsson, þegar skipið sökk. Hlöðver var 41 árs gamall Hann segir það vera mikilvægt að geta lokað málinu með því að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvers vegna skipið fórst. „Fyrir mig persónulega skiptir það að sjálfsögðu máli hvað þarna gerðist en ég hef ekki verið að velta mér mikið upp úr því hvað gerðist, á öllum þessum árum, hvort pabbi minn dó í vonskuveðri, hvernig skipið var hlaðið eða vegna hernaðarbrölts undir skipinu. Það færir mér hann ekki til baka en ég vil fá endalok í málið,“ segir Sigurður. Sigurður bendir einnig á að óvissan sé ónotaleg. „Þetta mál hefur dúkkað upp reglulega í gegnum árin í fjölmiðlum og það getur verið tilfinningalega óþægilegt að vera sífellt að lesa um það. Hins vegar tel ég það skipta mjög miklu máli fyrir alla og ekki síst þá sem komust lífs af og þá sem unnu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós.“ Þann 3. janúar 1987 hófust sjópróf hjá bæjarfógeta í Hafnarirði vegna slyssins er Suðurland fórst 290 sjómíluar austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1986Mynd/GVA
Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00
Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01