Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Mikil sorg var kveðin að Íslendingum þegar Suðurlandið fórst um jólin fyrir tæpum þrjátíu árum. Vísir Leynd yfir gögnum breska sjóhersins um sjóslysið á jólanótt árið 1986 og siglingar breskra kafbáta á svæðinu þessa umræddu nótt verður líklega aflétt á næsta ári. Óttar Sveinsson blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma, mun leita eftir því að fá þau gögn í samráði við utanríkisráðuneytið. „Eftir því sem ég hef heyrt og best veit, þá er líklegt að á þessum skjölum hvíli leynd í þrjátíu ár, það þýðir að um þar næstu jól gæti gefist kostur á að skoða umrædd gögn,“ segir Óttar. Á jólanótt árið 1986 fórst Suðurlandið langt norður í Atlantshafi. Skipið var á leið til Murmansk með saltsíld í tunnum. Ellefu sjómenn voru um borð. Sex þeirra fórust í slysinu og var fimm skipverjum bjargað af björgunarþyrlu Vædderen upp úr ísköldu Atlantshafinu. Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir ÓttarJúlíus Víðir Guðnason, einn skipverja, var 23 ára þegar slysið varð.Yrði reiðarslag að fá þær fréttir að skipið hafi farist út af tilgangslausu hernaðarbrölti stórþjóða Júlíus Víðir Guðnason var 23 ára gamall þegar Suðurlandið fórst. Hann var þá á öðru ári í Stýrimannaskólanum og fór sem háseti í þessa örlagaríku ferð til að afla sér peninga í jólafríinu. Hann segir þennan atburð leggjast þyngra á sig með hverju árinu sem líður. „Áfallið var mikið fyrst en það hvíldi ekki eins mikið á mér þá. Svo fór maður að vinna úr þessu og svo fóru að koma þessar fréttir um kafbátaferðir á þessum slóðum þar sem skipið sökk,“ segir Júlíus Víðir. „Þá var reynt að fá þessar upplýsingar en þær fengust ekki. Sú rannsókn sem fór fram á tildrögum slyssins gerði aldrei ráð fyrir þeim möguleika að við hefðum kannski lent í árekstri við erlendan kafbát.“ Júlíus segir að þó svo að það yrði reiðarslag að fá þær fréttir að slysið hafi orðið út af tilgangslausu hernaðarbrölti stórþjóða þá yrði vitneskjan um það hvað raunverulega gerðist ákveðinn léttir. Það væri betra en að lifa við það að vita ekki hvað gerðist í raun og veru. Að mati Júlíusar Víðis skiptir miklu máli fyrir hann og aðstandendur þeirra sem fórust í slysinu að fá fram í dagsljósið það sem raunverulega varð til þess að skipið fórst. „Þegar Óttar fer að rannsaka málið fara þessar vangaveltur og skoðanir manna að koma fram að kannski hafi eitthvað óeðlilegt verið á seyði. Að skipið hafi hallast svo mikið og tekið sjó inn á sig vegna þess að það fékk á sig brotsjó og að með því hafi farmur raskast er óeðlilegt; skipið átti að þola það,“ segir Júlíus. „Þetta er eitthvað sem ég vil og verð að fá að vita. Það skiptir öllu máli og þó að við þurfum að bíða í tvö ár til viðbótar þá er það svo sem aukaatriði því við höfum beðið í 28 ár nú þegar.“Í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun ræddu þau Águsta Einarsdottir, Birna Paulina Einarsdottir og Helena Einarsdottir, framleiðendur myndarinnar Höggið um atburðinn. Höggið hefur vakið verðskuldaða athygli þar sem sjónum er beint að þessari örlagaríku jólanótt árið 1986 og reynt að skýra frá tildrögum slyssins er Suðurland fórst. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Leynd yfir gögnum breska sjóhersins um sjóslysið á jólanótt árið 1986 og siglingar breskra kafbáta á svæðinu þessa umræddu nótt verður líklega aflétt á næsta ári. Óttar Sveinsson blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma, mun leita eftir því að fá þau gögn í samráði við utanríkisráðuneytið. „Eftir því sem ég hef heyrt og best veit, þá er líklegt að á þessum skjölum hvíli leynd í þrjátíu ár, það þýðir að um þar næstu jól gæti gefist kostur á að skoða umrædd gögn,“ segir Óttar. Á jólanótt árið 1986 fórst Suðurlandið langt norður í Atlantshafi. Skipið var á leið til Murmansk með saltsíld í tunnum. Ellefu sjómenn voru um borð. Sex þeirra fórust í slysinu og var fimm skipverjum bjargað af björgunarþyrlu Vædderen upp úr ísköldu Atlantshafinu. Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir ÓttarJúlíus Víðir Guðnason, einn skipverja, var 23 ára þegar slysið varð.Yrði reiðarslag að fá þær fréttir að skipið hafi farist út af tilgangslausu hernaðarbrölti stórþjóða Júlíus Víðir Guðnason var 23 ára gamall þegar Suðurlandið fórst. Hann var þá á öðru ári í Stýrimannaskólanum og fór sem háseti í þessa örlagaríku ferð til að afla sér peninga í jólafríinu. Hann segir þennan atburð leggjast þyngra á sig með hverju árinu sem líður. „Áfallið var mikið fyrst en það hvíldi ekki eins mikið á mér þá. Svo fór maður að vinna úr þessu og svo fóru að koma þessar fréttir um kafbátaferðir á þessum slóðum þar sem skipið sökk,“ segir Júlíus Víðir. „Þá var reynt að fá þessar upplýsingar en þær fengust ekki. Sú rannsókn sem fór fram á tildrögum slyssins gerði aldrei ráð fyrir þeim möguleika að við hefðum kannski lent í árekstri við erlendan kafbát.“ Júlíus segir að þó svo að það yrði reiðarslag að fá þær fréttir að slysið hafi orðið út af tilgangslausu hernaðarbrölti stórþjóða þá yrði vitneskjan um það hvað raunverulega gerðist ákveðinn léttir. Það væri betra en að lifa við það að vita ekki hvað gerðist í raun og veru. Að mati Júlíusar Víðis skiptir miklu máli fyrir hann og aðstandendur þeirra sem fórust í slysinu að fá fram í dagsljósið það sem raunverulega varð til þess að skipið fórst. „Þegar Óttar fer að rannsaka málið fara þessar vangaveltur og skoðanir manna að koma fram að kannski hafi eitthvað óeðlilegt verið á seyði. Að skipið hafi hallast svo mikið og tekið sjó inn á sig vegna þess að það fékk á sig brotsjó og að með því hafi farmur raskast er óeðlilegt; skipið átti að þola það,“ segir Júlíus. „Þetta er eitthvað sem ég vil og verð að fá að vita. Það skiptir öllu máli og þó að við þurfum að bíða í tvö ár til viðbótar þá er það svo sem aukaatriði því við höfum beðið í 28 ár nú þegar.“Í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun ræddu þau Águsta Einarsdottir, Birna Paulina Einarsdottir og Helena Einarsdottir, framleiðendur myndarinnar Höggið um atburðinn. Höggið hefur vakið verðskuldaða athygli þar sem sjónum er beint að þessari örlagaríku jólanótt árið 1986 og reynt að skýra frá tildrögum slyssins er Suðurland fórst.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira