Segir sig úr nefnd í Sjálfstæðisflokknum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2015 07:15 Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja tillögu um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fréttablaðið/Valli Baldur Dýrfjörð, upplýsingafulltrúi Norðurorku, hefur sagt sig úr stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna ósættis við flokkinn um afstöðu gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er óánægður með formanninn, hann tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að styðja frumvarpið sem utanríkisráðherra hyggst leggja fram með sama hætti og síðast þegar það kom fram,“ segir Baldur. Baldur segir slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið svik við kosningaloforð, flokkurinn hafi lofað því í aðdraganda kosninga að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Baldur segir þó enn óljóst hvort hann muni ganga alla leið og segja sig úr flokknum verði tillagan samþykkt. „Mér er afskaplega óljúft að segja mig úr flokknum, en það verður bara að koma í ljós.“ Ýmsir sjálfstæðismenn, sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið, hafa tjáð sig um að óskynsamlegt sé að slíta viðræðunum formlega. Þannig skrifaði Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, á Fésbókarsíðu sína að hann skildi ekki tilganginn með því að draga umsóknina til baka. „Óttast Framsóknarflokkurinn að við munum óvart ganga í ESB ef það verður ekki gert?“ skrifar Davíð. Undir tekur Friðjón Friðjónsson, almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar: „Ég er alfarið á móti inngöngu í ESB en skil illa pólitíkina við afturköllunina.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Baldur Dýrfjörð, upplýsingafulltrúi Norðurorku, hefur sagt sig úr stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna ósættis við flokkinn um afstöðu gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er óánægður með formanninn, hann tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að styðja frumvarpið sem utanríkisráðherra hyggst leggja fram með sama hætti og síðast þegar það kom fram,“ segir Baldur. Baldur segir slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið svik við kosningaloforð, flokkurinn hafi lofað því í aðdraganda kosninga að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Baldur segir þó enn óljóst hvort hann muni ganga alla leið og segja sig úr flokknum verði tillagan samþykkt. „Mér er afskaplega óljúft að segja mig úr flokknum, en það verður bara að koma í ljós.“ Ýmsir sjálfstæðismenn, sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið, hafa tjáð sig um að óskynsamlegt sé að slíta viðræðunum formlega. Þannig skrifaði Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, á Fésbókarsíðu sína að hann skildi ekki tilganginn með því að draga umsóknina til baka. „Óttast Framsóknarflokkurinn að við munum óvart ganga í ESB ef það verður ekki gert?“ skrifar Davíð. Undir tekur Friðjón Friðjónsson, almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar: „Ég er alfarið á móti inngöngu í ESB en skil illa pólitíkina við afturköllunina.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira