Segir sig úr nefnd í Sjálfstæðisflokknum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2015 07:15 Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja tillögu um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fréttablaðið/Valli Baldur Dýrfjörð, upplýsingafulltrúi Norðurorku, hefur sagt sig úr stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna ósættis við flokkinn um afstöðu gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er óánægður með formanninn, hann tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að styðja frumvarpið sem utanríkisráðherra hyggst leggja fram með sama hætti og síðast þegar það kom fram,“ segir Baldur. Baldur segir slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið svik við kosningaloforð, flokkurinn hafi lofað því í aðdraganda kosninga að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Baldur segir þó enn óljóst hvort hann muni ganga alla leið og segja sig úr flokknum verði tillagan samþykkt. „Mér er afskaplega óljúft að segja mig úr flokknum, en það verður bara að koma í ljós.“ Ýmsir sjálfstæðismenn, sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið, hafa tjáð sig um að óskynsamlegt sé að slíta viðræðunum formlega. Þannig skrifaði Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, á Fésbókarsíðu sína að hann skildi ekki tilganginn með því að draga umsóknina til baka. „Óttast Framsóknarflokkurinn að við munum óvart ganga í ESB ef það verður ekki gert?“ skrifar Davíð. Undir tekur Friðjón Friðjónsson, almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar: „Ég er alfarið á móti inngöngu í ESB en skil illa pólitíkina við afturköllunina.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Baldur Dýrfjörð, upplýsingafulltrúi Norðurorku, hefur sagt sig úr stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna ósættis við flokkinn um afstöðu gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er óánægður með formanninn, hann tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að styðja frumvarpið sem utanríkisráðherra hyggst leggja fram með sama hætti og síðast þegar það kom fram,“ segir Baldur. Baldur segir slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið svik við kosningaloforð, flokkurinn hafi lofað því í aðdraganda kosninga að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Baldur segir þó enn óljóst hvort hann muni ganga alla leið og segja sig úr flokknum verði tillagan samþykkt. „Mér er afskaplega óljúft að segja mig úr flokknum, en það verður bara að koma í ljós.“ Ýmsir sjálfstæðismenn, sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið, hafa tjáð sig um að óskynsamlegt sé að slíta viðræðunum formlega. Þannig skrifaði Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, á Fésbókarsíðu sína að hann skildi ekki tilganginn með því að draga umsóknina til baka. „Óttast Framsóknarflokkurinn að við munum óvart ganga í ESB ef það verður ekki gert?“ skrifar Davíð. Undir tekur Friðjón Friðjónsson, almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar: „Ég er alfarið á móti inngöngu í ESB en skil illa pólitíkina við afturköllunina.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira