Aron um hjólhestaspyrnumarkið: Búinn að æfa þetta fyrir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 11:00 Aron skorar markið glæsilega gegn Excelsior. vísir/getty Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn