Enski boltinn

Özil: Mitt besta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Özil hefur komið að marki í níu deildarleikjum Arsenal í röð.
Özil hefur komið að marki í níu deildarleikjum Arsenal í röð. vísir/getty
Mesut Özil segir að þetta tímabil sé hans besta á ferlinum til þessa.

Þjóðverjinn hefur spilað frábærlega fyrir Skytturnar í vetur og lagt upp 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra leikmanna.

„Þetta er mitt besta tímabil. Mér líður vel og frammistaðan hefur verið mjög góð,“ sagði Özil sem kom til Arsenal frá Real Madrid haustið 2013.

„Aðalatriðið er að haldast heill. Ég hef trú á sjálfum mér.“

Eins og áður sagði hefur Özil átt 12 stoðsendingar í úrvalsdeildinni en hann hefur komið að marki, skorað eða lagt upp, í níu deildarleikjum Arsenal í röð.

„Þetta hefur verið gott tímabil hjá mér hvað stoðsendingar varðar, en aðalatriðið er að við spilum vel sem lið og reynum að halda okkur á toppnum,“ sagði Özil sem verður í eldlínunni þegar Arsenal sækir Olympiakos heim í Meistaradeild Evrópu í miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×