Sádar halda áfram loftárásum sínum á Jemen Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2015 23:42 Sádi-arabíski herinn gerði loftárásir á byggingar nærri flugvellinum í jemensku höfuðborginni Sanaa. Vísir/AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa heitið því að gera „allt sem krefst“ til að koma í veg fyrir að forseti Jemens sé hrakinn frá. Loftárásir hersins gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen héldu áfram í dag. Talsmaður jemenska heilbrigðismálaráðuneytisins segir að alls hafi 39 óbreyttir borgarar nú látist í loftárásum sádi-arabíska hersins á landið. Átta hafa látist í bardögum við flugvöllinn í Aden. Loftárásir Sáda á stöðvar uppreisnarmanna Húta hófust aðfaranótt fimmtudaginn. Í frétt AFP segir að 21 uppreisnarmaður hið minnsta hafi látist í bardögum í suðurhluta Jemen, um fimmtán kílómetra norður af hafnarborginni Aden, helsta vígi Abd Rabbu Mansur Hadi forseta. Forsetinn hefur þegar flúið land og mun funda með fulltrúum aðildarríkja Arababandalagsins á morgun. Sádar standa fyrir loftárásunum sem beinast gegn Hútum sem hafa meðal annars náð höfuðborginni Sanaa á sitt vald. Að sögn sádí-arabíska ríkismiðilsins al-Arabiya er notast við um hundrað orrustuþotur og 150 þúsund hermenn í sókninni gegn Hútum. Sókn Sáda nýtur stuðnings rúmlega tíu ríkja, þar á meðal Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Barein, Kúveit og Katar. Stjórnarherir Egyptalands, Jórdaníu og Súdan taka einnig þátt í sókninni, auk þess að her Marokkó hefur boðið fram aðstoð. Bandaríkjastjórn segist hafa aðstoðað með því að veita Sádum upplýsingar og hernaðarráðgjöf. Tyrkir segjast jafnframt styðja sóknina. Íransstjórn hefur hins vegar farið fram á að loftárásir verði stöðvaðar þegar í stað, auk þess að Kínastjórn hefur lýst yfir áhyggjum og hvatt til viðræðna milli deiluaðila. Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa heitið því að gera „allt sem krefst“ til að koma í veg fyrir að forseti Jemens sé hrakinn frá. Loftárásir hersins gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen héldu áfram í dag. Talsmaður jemenska heilbrigðismálaráðuneytisins segir að alls hafi 39 óbreyttir borgarar nú látist í loftárásum sádi-arabíska hersins á landið. Átta hafa látist í bardögum við flugvöllinn í Aden. Loftárásir Sáda á stöðvar uppreisnarmanna Húta hófust aðfaranótt fimmtudaginn. Í frétt AFP segir að 21 uppreisnarmaður hið minnsta hafi látist í bardögum í suðurhluta Jemen, um fimmtán kílómetra norður af hafnarborginni Aden, helsta vígi Abd Rabbu Mansur Hadi forseta. Forsetinn hefur þegar flúið land og mun funda með fulltrúum aðildarríkja Arababandalagsins á morgun. Sádar standa fyrir loftárásunum sem beinast gegn Hútum sem hafa meðal annars náð höfuðborginni Sanaa á sitt vald. Að sögn sádí-arabíska ríkismiðilsins al-Arabiya er notast við um hundrað orrustuþotur og 150 þúsund hermenn í sókninni gegn Hútum. Sókn Sáda nýtur stuðnings rúmlega tíu ríkja, þar á meðal Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Barein, Kúveit og Katar. Stjórnarherir Egyptalands, Jórdaníu og Súdan taka einnig þátt í sókninni, auk þess að her Marokkó hefur boðið fram aðstoð. Bandaríkjastjórn segist hafa aðstoðað með því að veita Sádum upplýsingar og hernaðarráðgjöf. Tyrkir segjast jafnframt styðja sóknina. Íransstjórn hefur hins vegar farið fram á að loftárásir verði stöðvaðar þegar í stað, auk þess að Kínastjórn hefur lýst yfir áhyggjum og hvatt til viðræðna milli deiluaðila.
Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira