Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 20:54 Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“ Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“
Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira