Guðmundur tók lagið á dönsku og heillaði nýju samherjana upp úr skónum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 09:30 Guðmundur Þórarinsson, Selfyssingurinn söngelski sem samdi við danska liðið Nordsjælland í byrjun árs, hlær að flestum nýliðavígslum ef þær tengjast því að spila eða syngja. Guðmundur er, eins og flestir vita, frábær tónlistarmaður, en hann tók lagið fyrir nýju samherjana eftir spurningakvöld Nordsjælland í gærkvöldi. Liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir seinni hluta tímabilsins sem hefst í lok mánaðarins.Sjá einnig:Norðmenn hafa ekki fattað tónlistarhæfileika Gumma Tóta „Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng á dönsku,“ sagði Guðmundur áður en hann hlóð í hugljúft lag einn upp á sviði aðeins vopnaður gítar. Hann fékk svo dúndrandi lófatak þegar hann hafði lokið sér af. „Ekki nóg með að hann geti spilað fótbolta þá getur hann líka sungið. Þvílíkur klassi,“ skrifaði Mathias Hebo, samherji Guðmundar, um Selfyssinginn á Twitter. Hann beindi svo spjótum sínum að hinum Íslendingunum í liðinu; Adam Erni Arnarsyni og markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni. „Hvað með hina bræður mína? Adam Örn og Rúnar Alex. Geta allir á Íslandi sungið eins og Gummi Þórarins?“ Það stóð ekki á svari frá Rúnari sem sagði: „Auðvitað, maður!“ Adam var öllu hógværari og sagði: „Ég fer bara í kennslu hjá Gumma og tek þetta síðan.“Av min arm! Ikke nok med han kan spille bold, så kan han sku også synge @gummithorarinsxc, High Class! #villevindexfactor— Mathias Hebo (@MathiasHebo) February 8, 2015 What about my to other bro's @AdamOrn2 @runaralex Can Every People sing on Island? like @gummithorarins— Mathias Hebo (@MathiasHebo) February 8, 2015 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, Selfyssingurinn söngelski sem samdi við danska liðið Nordsjælland í byrjun árs, hlær að flestum nýliðavígslum ef þær tengjast því að spila eða syngja. Guðmundur er, eins og flestir vita, frábær tónlistarmaður, en hann tók lagið fyrir nýju samherjana eftir spurningakvöld Nordsjælland í gærkvöldi. Liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir seinni hluta tímabilsins sem hefst í lok mánaðarins.Sjá einnig:Norðmenn hafa ekki fattað tónlistarhæfileika Gumma Tóta „Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng á dönsku,“ sagði Guðmundur áður en hann hlóð í hugljúft lag einn upp á sviði aðeins vopnaður gítar. Hann fékk svo dúndrandi lófatak þegar hann hafði lokið sér af. „Ekki nóg með að hann geti spilað fótbolta þá getur hann líka sungið. Þvílíkur klassi,“ skrifaði Mathias Hebo, samherji Guðmundar, um Selfyssinginn á Twitter. Hann beindi svo spjótum sínum að hinum Íslendingunum í liðinu; Adam Erni Arnarsyni og markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni. „Hvað með hina bræður mína? Adam Örn og Rúnar Alex. Geta allir á Íslandi sungið eins og Gummi Þórarins?“ Það stóð ekki á svari frá Rúnari sem sagði: „Auðvitað, maður!“ Adam var öllu hógværari og sagði: „Ég fer bara í kennslu hjá Gumma og tek þetta síðan.“Av min arm! Ikke nok med han kan spille bold, så kan han sku også synge @gummithorarinsxc, High Class! #villevindexfactor— Mathias Hebo (@MathiasHebo) February 8, 2015 What about my to other bro's @AdamOrn2 @runaralex Can Every People sing on Island? like @gummithorarins— Mathias Hebo (@MathiasHebo) February 8, 2015
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira