Vísindi árið 2015 - Hið stóra kannað og hið smáa beislað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. desember 2015 00:01 Stjörnustöð Evrópulanda á norðurhveli náði þessari mynd á árinu af glitrandi leifum hringþoku. Hún myndaðist í miklum hamförum þegar eldsneyti stjörnu varð uppurið og ytri lög hennar þeyttust út í geiminn. Eftir 5 milljarða ára mun Sólin okkar mæta sömu örlögum. VÍSIR/ESO Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira