Kúvending í pólskum stjórnmálum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 20:19 Um 38 milljónir manna búa í Póllandi. Vísir/Epa Íhaldsflokkurinn Lög og réttur undir forystu Jaroslaw Kaczynski sigraði örugglega þingkosningarnar sem fram fóru í Póllandi í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að flokkurinn hafi alls hlotið um 39 prósent greiddra atkvæða og muni því ekki þurfa að mynda samsteypustjórn eins og kannanir höfðu bent til. Forsætisráðherra landsins, Ewa Kopacz, lýsti yfir ósigri nú undir kvöld. BREAKING: Polish Prime Minister Ewa Kopacz concedes defeat in election; Law and Justice party wins.— The Associated Press (@AP) October 25, 2015 Lengi hefur legið ljóst fyrir að Lög og réttur myndi gera atlögu að sigri í kosningunum í dag en flokkurinn hefur þó verið í stjórnarandstöðu undanfarin átta ár. Það sem talið er að hafi gert útslagið var stuðningur kaþólsku kirkunnar við framboðið. Borgaraflokkurinn Ewu Kopacz hefur verið við völd síðustu fjögur ár. Flokkur hennar hafði átt undir högg að sækja í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að tölur bendi til þess að stöðugleiki hafi aukist í efnahagsmálum í valdatíð hennar. Í ljósi niðurstaðna dagsins er búist við því að Beata Szydlo muni taka við forsætisráðherraembættinu en hún var meðal annars kosningarstjóri forseta Póllands, Andrzejs Duda, sem tók við embættinu þann 6. ágúst fyrr á þessu ári. Szydlo er sögð vera hin næsta „járnfrú“ í alþjóðastjórnmálunum þó svo að áherslur hennar og stjórnunarstíll séu sögð líkjast frekar hinni frönsku Marine Le Pen en Margaret Thatcher. Flóttamannavandinn var mikið ræddur í aðdraganda kosninganna en fráfarandi ríkisstjórn samþykkti að taka á móti 7.000 innflytjendum. Jaroslaw Kaczynski formaður Laga og réttar hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín í aðdraganda kosninganna um að fara þurfi varlega í móttöku innflytjenda þar sem þeir gætu borið með sér sjúkdóma og sníkjudýr. Þá hefur flokkur hans sagst vilja endurskoða stöðu Póllands innan Evrópusambandsins og talið er að Lög og Réttur muni beita sér fyrir því að banna með öllu fóstureyðingar í landinu - sem einungis eru leyfðar í neyðartilfellum. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttur undir forystu Jaroslaw Kaczynski sigraði örugglega þingkosningarnar sem fram fóru í Póllandi í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að flokkurinn hafi alls hlotið um 39 prósent greiddra atkvæða og muni því ekki þurfa að mynda samsteypustjórn eins og kannanir höfðu bent til. Forsætisráðherra landsins, Ewa Kopacz, lýsti yfir ósigri nú undir kvöld. BREAKING: Polish Prime Minister Ewa Kopacz concedes defeat in election; Law and Justice party wins.— The Associated Press (@AP) October 25, 2015 Lengi hefur legið ljóst fyrir að Lög og réttur myndi gera atlögu að sigri í kosningunum í dag en flokkurinn hefur þó verið í stjórnarandstöðu undanfarin átta ár. Það sem talið er að hafi gert útslagið var stuðningur kaþólsku kirkunnar við framboðið. Borgaraflokkurinn Ewu Kopacz hefur verið við völd síðustu fjögur ár. Flokkur hennar hafði átt undir högg að sækja í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að tölur bendi til þess að stöðugleiki hafi aukist í efnahagsmálum í valdatíð hennar. Í ljósi niðurstaðna dagsins er búist við því að Beata Szydlo muni taka við forsætisráðherraembættinu en hún var meðal annars kosningarstjóri forseta Póllands, Andrzejs Duda, sem tók við embættinu þann 6. ágúst fyrr á þessu ári. Szydlo er sögð vera hin næsta „járnfrú“ í alþjóðastjórnmálunum þó svo að áherslur hennar og stjórnunarstíll séu sögð líkjast frekar hinni frönsku Marine Le Pen en Margaret Thatcher. Flóttamannavandinn var mikið ræddur í aðdraganda kosninganna en fráfarandi ríkisstjórn samþykkti að taka á móti 7.000 innflytjendum. Jaroslaw Kaczynski formaður Laga og réttar hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín í aðdraganda kosninganna um að fara þurfi varlega í móttöku innflytjenda þar sem þeir gætu borið með sér sjúkdóma og sníkjudýr. Þá hefur flokkur hans sagst vilja endurskoða stöðu Póllands innan Evrópusambandsins og talið er að Lög og Réttur muni beita sér fyrir því að banna með öllu fóstureyðingar í landinu - sem einungis eru leyfðar í neyðartilfellum.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira