Kúvending í pólskum stjórnmálum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 20:19 Um 38 milljónir manna búa í Póllandi. Vísir/Epa Íhaldsflokkurinn Lög og réttur undir forystu Jaroslaw Kaczynski sigraði örugglega þingkosningarnar sem fram fóru í Póllandi í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að flokkurinn hafi alls hlotið um 39 prósent greiddra atkvæða og muni því ekki þurfa að mynda samsteypustjórn eins og kannanir höfðu bent til. Forsætisráðherra landsins, Ewa Kopacz, lýsti yfir ósigri nú undir kvöld. BREAKING: Polish Prime Minister Ewa Kopacz concedes defeat in election; Law and Justice party wins.— The Associated Press (@AP) October 25, 2015 Lengi hefur legið ljóst fyrir að Lög og réttur myndi gera atlögu að sigri í kosningunum í dag en flokkurinn hefur þó verið í stjórnarandstöðu undanfarin átta ár. Það sem talið er að hafi gert útslagið var stuðningur kaþólsku kirkunnar við framboðið. Borgaraflokkurinn Ewu Kopacz hefur verið við völd síðustu fjögur ár. Flokkur hennar hafði átt undir högg að sækja í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að tölur bendi til þess að stöðugleiki hafi aukist í efnahagsmálum í valdatíð hennar. Í ljósi niðurstaðna dagsins er búist við því að Beata Szydlo muni taka við forsætisráðherraembættinu en hún var meðal annars kosningarstjóri forseta Póllands, Andrzejs Duda, sem tók við embættinu þann 6. ágúst fyrr á þessu ári. Szydlo er sögð vera hin næsta „járnfrú“ í alþjóðastjórnmálunum þó svo að áherslur hennar og stjórnunarstíll séu sögð líkjast frekar hinni frönsku Marine Le Pen en Margaret Thatcher. Flóttamannavandinn var mikið ræddur í aðdraganda kosninganna en fráfarandi ríkisstjórn samþykkti að taka á móti 7.000 innflytjendum. Jaroslaw Kaczynski formaður Laga og réttar hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín í aðdraganda kosninganna um að fara þurfi varlega í móttöku innflytjenda þar sem þeir gætu borið með sér sjúkdóma og sníkjudýr. Þá hefur flokkur hans sagst vilja endurskoða stöðu Póllands innan Evrópusambandsins og talið er að Lög og Réttur muni beita sér fyrir því að banna með öllu fóstureyðingar í landinu - sem einungis eru leyfðar í neyðartilfellum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttur undir forystu Jaroslaw Kaczynski sigraði örugglega þingkosningarnar sem fram fóru í Póllandi í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að flokkurinn hafi alls hlotið um 39 prósent greiddra atkvæða og muni því ekki þurfa að mynda samsteypustjórn eins og kannanir höfðu bent til. Forsætisráðherra landsins, Ewa Kopacz, lýsti yfir ósigri nú undir kvöld. BREAKING: Polish Prime Minister Ewa Kopacz concedes defeat in election; Law and Justice party wins.— The Associated Press (@AP) October 25, 2015 Lengi hefur legið ljóst fyrir að Lög og réttur myndi gera atlögu að sigri í kosningunum í dag en flokkurinn hefur þó verið í stjórnarandstöðu undanfarin átta ár. Það sem talið er að hafi gert útslagið var stuðningur kaþólsku kirkunnar við framboðið. Borgaraflokkurinn Ewu Kopacz hefur verið við völd síðustu fjögur ár. Flokkur hennar hafði átt undir högg að sækja í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að tölur bendi til þess að stöðugleiki hafi aukist í efnahagsmálum í valdatíð hennar. Í ljósi niðurstaðna dagsins er búist við því að Beata Szydlo muni taka við forsætisráðherraembættinu en hún var meðal annars kosningarstjóri forseta Póllands, Andrzejs Duda, sem tók við embættinu þann 6. ágúst fyrr á þessu ári. Szydlo er sögð vera hin næsta „járnfrú“ í alþjóðastjórnmálunum þó svo að áherslur hennar og stjórnunarstíll séu sögð líkjast frekar hinni frönsku Marine Le Pen en Margaret Thatcher. Flóttamannavandinn var mikið ræddur í aðdraganda kosninganna en fráfarandi ríkisstjórn samþykkti að taka á móti 7.000 innflytjendum. Jaroslaw Kaczynski formaður Laga og réttar hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín í aðdraganda kosninganna um að fara þurfi varlega í móttöku innflytjenda þar sem þeir gætu borið með sér sjúkdóma og sníkjudýr. Þá hefur flokkur hans sagst vilja endurskoða stöðu Póllands innan Evrópusambandsins og talið er að Lög og Réttur muni beita sér fyrir því að banna með öllu fóstureyðingar í landinu - sem einungis eru leyfðar í neyðartilfellum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira