Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 20:46 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira