Ólust upp hjá seinfærri móður: „Ekki dæma erfiðleikana út frá skerðingu foreldrisins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 21:15 „Ekki dæma erfiðleikana út frá skerðingu foreldrisins. Það þarf að skoða hvert vandamálið er og vinna út frá því, því vandamálið er ekkert endilega skerðingin,“ segir Lilja Árnadóttir, sem nú vinnur að mastersritgerð um börn sem alast upp hjá seinfærum foreldrum. Hún segir að mun fleiri séu í þeirri stöðu en flesta grunar, en sjálf ólst hún upp hjá seinfærri móður ásamt þremur systkinum sínum. Það sé enginn heimsendir en var þó alltaf hrædd um að hún yrði tekin af heimilinu. Hún gagnrýnir hversu litla aðstoð seinfærir foreldrar fá.Erfitt að leita aðstoðar„Það er bara svo erfitt fyrir seinfæra foreldra að biðja um aðstoð því að þá er aðstoðin oft misskilin eins og það séu miklir erfiðleikar og að það þurfi að fara í mjög róttækar aðgerðir, eins og að taka börnin út af heimilinu. En það gleymist algjörlega að skoða það að það eru flestir foreldrar sem þurfa aðstoð við uppeldi,“ segir Lilja, sem ræddi málið í Íslandi í dag í kvöld.„Það er bara svo erfitt fyrir seinfæra foreldra að biðja um aðstoð því að þá er aðstoðin oft misskilin.“Lilja segir að umhyggja og hlýja hafi einkennt fjölskylduna og gekk lífið sinn vanagang. Það var ekki fyrr en Lilja var komin á unglingsaldur sem hún áttaði sig á því að mamma hennar væri öðruvísi en aðrar mæður. „Ég gat ekki fengið þá aðstoð sem ég þurfti við heimalærdóminn, það var helst þá,“ segir Lilja.Ekkert gert til að stöðva eineltið Hún fékk oft að heyra að eitthvað væri að mömmu hennar og var það sérstaklega erfitt fyrir hana á unglingsárunum. „Ég heyrði það alveg úti á götu og út frá mér „mamma þín er skrítin“. En það var ekki sagt beint við mig heldur var það kallað til mín,“ segir hún og bætir við að það hefði henni þótt skrítið. Sér í lagi vegna þess að slíkar athugasemdir fengu vinir hennar aldrei að heyra. „Það var aldrei verið að segja neitt um mömmu þeirra. Ef það var verið að stríða þeim þá var það vegna þess að buxurnar þeirra væru ljótar eða eitthvað. En ég fékk eitthvað svona sem mér fannst mjög skrítið.“ Þá segir hún að oft hafi verið gert ráð fyrir því að hún sjálf væri seinfær, eða myndi eiga erfitt uppdráttar vegna móður hennar. Það sem situr þó hvað mest í Lilju er að margir foreldrar þeirra barna sem kölluðu á eftir mömmu hennar, eða henni sjálfri, gerðu oftast ekkert til að stoppa eineltið. Þegar foreldrar Lilju skildu voru systkini hennar send í fóstur. Tvö þeirra voru sátt við það, en það yngsta, Anna Kristín, var það ekki. Hún greindist með átröskun ellefu ára gömul, sem móðir þeirra hafði ekki skilning á og átti erfitt með að höndla. „Það vita ekkert allir hvaða sjúkdómur þetta er og henni var strax kennt um þetta,“ segir Anna Kristín.„Fannst eins og ég væri bara hlutur“„Ég sjálf vissi ekki hvað þetta var, ég bara hætti að borða. Ég kyngdi ekki einu sinni munnvatninu mínu og þetta var bara ótrúleg hræðsla og mér leið illa. Mamma náttúrulega vissi ekki hvað þetta var. Ég meina flestir foreldrar sem eiga börn sem lenda í svona þurfa fræðslu. Það vita ekkert allir hvaða sjúkdómur þetta er og henni var strax kennt um þetta,“ segir Anna Kristín. „Þegar ég fór í fóstur þá fannst mér mér vera refsað. Ég fékk ekki að tala við mömmu og það voru ákveðnar reglur sem aðrir krakkar þurftu ekki að fara eftir á sínum heimilum. Þegar ég kom í skólann máttu allir krakkarnir vera með síma eða fara í tölvuna. Ég mátti það ekki, mátti bara tala við mömmu tvisvar í viku,“ bætir hún við. „Mér fannst eins og ég væri bara einhver hlutur, geymdur hjá einhverri fjölskyldu. Svona eru reglurnar og þú ferð eftir þeim.“ Lilja segir að með miklum stuðningi hefði vel verið hægt að aðstoða móður hennar. Fósturvistun kosti samfélagið mikið og hún skilji sjálf ekki hvers vegna fjármagnið sé ekki notað til að veita foreldrum stuðning til að vera með börnin sjálf. Þá segir hún fordóma og skilningsleysi samfélagsins gagnvart seinfærum foreldrum mikið. Hún hafi oft orðið vitni að þekkingarleysi fagfólks á getu seinfærra foreldra til uppeldis. Viðtalið við þær systur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Ekki dæma erfiðleikana út frá skerðingu foreldrisins. Það þarf að skoða hvert vandamálið er og vinna út frá því, því vandamálið er ekkert endilega skerðingin,“ segir Lilja Árnadóttir, sem nú vinnur að mastersritgerð um börn sem alast upp hjá seinfærum foreldrum. Hún segir að mun fleiri séu í þeirri stöðu en flesta grunar, en sjálf ólst hún upp hjá seinfærri móður ásamt þremur systkinum sínum. Það sé enginn heimsendir en var þó alltaf hrædd um að hún yrði tekin af heimilinu. Hún gagnrýnir hversu litla aðstoð seinfærir foreldrar fá.Erfitt að leita aðstoðar„Það er bara svo erfitt fyrir seinfæra foreldra að biðja um aðstoð því að þá er aðstoðin oft misskilin eins og það séu miklir erfiðleikar og að það þurfi að fara í mjög róttækar aðgerðir, eins og að taka börnin út af heimilinu. En það gleymist algjörlega að skoða það að það eru flestir foreldrar sem þurfa aðstoð við uppeldi,“ segir Lilja, sem ræddi málið í Íslandi í dag í kvöld.„Það er bara svo erfitt fyrir seinfæra foreldra að biðja um aðstoð því að þá er aðstoðin oft misskilin.“Lilja segir að umhyggja og hlýja hafi einkennt fjölskylduna og gekk lífið sinn vanagang. Það var ekki fyrr en Lilja var komin á unglingsaldur sem hún áttaði sig á því að mamma hennar væri öðruvísi en aðrar mæður. „Ég gat ekki fengið þá aðstoð sem ég þurfti við heimalærdóminn, það var helst þá,“ segir Lilja.Ekkert gert til að stöðva eineltið Hún fékk oft að heyra að eitthvað væri að mömmu hennar og var það sérstaklega erfitt fyrir hana á unglingsárunum. „Ég heyrði það alveg úti á götu og út frá mér „mamma þín er skrítin“. En það var ekki sagt beint við mig heldur var það kallað til mín,“ segir hún og bætir við að það hefði henni þótt skrítið. Sér í lagi vegna þess að slíkar athugasemdir fengu vinir hennar aldrei að heyra. „Það var aldrei verið að segja neitt um mömmu þeirra. Ef það var verið að stríða þeim þá var það vegna þess að buxurnar þeirra væru ljótar eða eitthvað. En ég fékk eitthvað svona sem mér fannst mjög skrítið.“ Þá segir hún að oft hafi verið gert ráð fyrir því að hún sjálf væri seinfær, eða myndi eiga erfitt uppdráttar vegna móður hennar. Það sem situr þó hvað mest í Lilju er að margir foreldrar þeirra barna sem kölluðu á eftir mömmu hennar, eða henni sjálfri, gerðu oftast ekkert til að stoppa eineltið. Þegar foreldrar Lilju skildu voru systkini hennar send í fóstur. Tvö þeirra voru sátt við það, en það yngsta, Anna Kristín, var það ekki. Hún greindist með átröskun ellefu ára gömul, sem móðir þeirra hafði ekki skilning á og átti erfitt með að höndla. „Það vita ekkert allir hvaða sjúkdómur þetta er og henni var strax kennt um þetta,“ segir Anna Kristín.„Fannst eins og ég væri bara hlutur“„Ég sjálf vissi ekki hvað þetta var, ég bara hætti að borða. Ég kyngdi ekki einu sinni munnvatninu mínu og þetta var bara ótrúleg hræðsla og mér leið illa. Mamma náttúrulega vissi ekki hvað þetta var. Ég meina flestir foreldrar sem eiga börn sem lenda í svona þurfa fræðslu. Það vita ekkert allir hvaða sjúkdómur þetta er og henni var strax kennt um þetta,“ segir Anna Kristín. „Þegar ég fór í fóstur þá fannst mér mér vera refsað. Ég fékk ekki að tala við mömmu og það voru ákveðnar reglur sem aðrir krakkar þurftu ekki að fara eftir á sínum heimilum. Þegar ég kom í skólann máttu allir krakkarnir vera með síma eða fara í tölvuna. Ég mátti það ekki, mátti bara tala við mömmu tvisvar í viku,“ bætir hún við. „Mér fannst eins og ég væri bara einhver hlutur, geymdur hjá einhverri fjölskyldu. Svona eru reglurnar og þú ferð eftir þeim.“ Lilja segir að með miklum stuðningi hefði vel verið hægt að aðstoða móður hennar. Fósturvistun kosti samfélagið mikið og hún skilji sjálf ekki hvers vegna fjármagnið sé ekki notað til að veita foreldrum stuðning til að vera með börnin sjálf. Þá segir hún fordóma og skilningsleysi samfélagsins gagnvart seinfærum foreldrum mikið. Hún hafi oft orðið vitni að þekkingarleysi fagfólks á getu seinfærra foreldra til uppeldis. Viðtalið við þær systur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira