Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins muni fagna góðum árangri undanfarna daga á Oktoberfest í kvöld.
Lærisveinar Guardiola eru með fullt hús stiga í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir ásamt því að hafa unnið báða leikina til þessa í Meistaradeild Evrópu.
Hefur undanfarin vika verið frábær hjá liðinu en pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði átta af þrettán mörkum liðsins í þremur leikjum á einni viku.
Skoraði hann fimm gegn Wolfsburg og þrennu gegn Dinamo Zagreb í gær.
„Ég er ánægður með leikmennina, við erum búnir að spila vel og næla í öll þau stig sem við ætluðum okkur. Við höldum upp á þetta á Oktoberfest í dag og svo förum við að einbeita okkur að leiknum gegn Dortmund um helgina.“
Fögnum þessu á Oktoberfest í kvöld

Tengdar fréttir

Íslandsvinirnir í Bate unnu óvæntan sigur á Roma | Öll úrslit kvöldsins
Bate Borisov vann óvæntan sigur á Roma í Meistaradeildinni í kvöld og þá var blásið til veislu í Munchen þar sem Lewandowski fór á kostum.