Lewandowski með tíu mörk á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 09:30 Robert Lewandowski. Vísir/Getty Það er óhætt að halda því fram að pólski framherjinn Robert Lewandowski hafi verið funheitur í leikjum þýsku meistaranna í Bayern München á síðustu sjö dögum. Robert Lewandowski skoraði þrennu í sigri á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær sem þýðir að kappinn er búinn að skora tíu mörk í þremur síðustu leikjum Bayern sem allir fóru fram á undanförnum sjö dögum. Lewandowski skoraði fimm mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður á móti Wolfsburg á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og hann hefur því ekki þurft nema tvo og hálfan leik til að skora þessi tíu mörk. Lewandowski skoraði fimmuna sína á móti Wolfsburg frá 51. til 60. mínútu eða aðeins á níu mínútum. Hann jafnaði þar með met Atla Eðvaldssonar frá 1983 yfir flest mörk hjá erlendum leikmanni í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Lewandowski spilaði alls 225 mínútur í þessum þremur leikjum sem þýðir að hann var að skora á 22,5 mínútna fresti í þeim. Lewandowski var búinn að skora þrjú mörk í fimm fyrstu leikjum Bayern München í þýsku deildinni og Meistaradeildinni fyrir þessa ótrúlegu viku. Nú er hann kominn með sautján mörk í tólf leikjum í öllum keppnum með félagsliði og landsliðið á þessu tímabili. Lewandowski er nú sem stendur markahæsti leikmaðurinn í þýsku deildinni, í Meistaradeildinni og í undankeppni EM 2016 þar sem hann hefur skorað tíu mörk fyrir pólska landsliðið.Vikan hjá Robert Lewandowski:Þriðjudagur 22. september 5-1 sigur á Wolfsburg í þýsku deildinniSkoraði 5 mörkLaugardagur 26. september 3-0 sigur á Mainz í þýsku deildinni'Skoraði 2 mörkÞriðjudagur 29. september 5-0 sigur á Dinamo Zagreb í MeistaradeildinniSkoraði 3 mörk Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Það er óhætt að halda því fram að pólski framherjinn Robert Lewandowski hafi verið funheitur í leikjum þýsku meistaranna í Bayern München á síðustu sjö dögum. Robert Lewandowski skoraði þrennu í sigri á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær sem þýðir að kappinn er búinn að skora tíu mörk í þremur síðustu leikjum Bayern sem allir fóru fram á undanförnum sjö dögum. Lewandowski skoraði fimm mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður á móti Wolfsburg á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og hann hefur því ekki þurft nema tvo og hálfan leik til að skora þessi tíu mörk. Lewandowski skoraði fimmuna sína á móti Wolfsburg frá 51. til 60. mínútu eða aðeins á níu mínútum. Hann jafnaði þar með met Atla Eðvaldssonar frá 1983 yfir flest mörk hjá erlendum leikmanni í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Lewandowski spilaði alls 225 mínútur í þessum þremur leikjum sem þýðir að hann var að skora á 22,5 mínútna fresti í þeim. Lewandowski var búinn að skora þrjú mörk í fimm fyrstu leikjum Bayern München í þýsku deildinni og Meistaradeildinni fyrir þessa ótrúlegu viku. Nú er hann kominn með sautján mörk í tólf leikjum í öllum keppnum með félagsliði og landsliðið á þessu tímabili. Lewandowski er nú sem stendur markahæsti leikmaðurinn í þýsku deildinni, í Meistaradeildinni og í undankeppni EM 2016 þar sem hann hefur skorað tíu mörk fyrir pólska landsliðið.Vikan hjá Robert Lewandowski:Þriðjudagur 22. september 5-1 sigur á Wolfsburg í þýsku deildinniSkoraði 5 mörkLaugardagur 26. september 3-0 sigur á Mainz í þýsku deildinni'Skoraði 2 mörkÞriðjudagur 29. september 5-0 sigur á Dinamo Zagreb í MeistaradeildinniSkoraði 3 mörk
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira