Fiskurinn sem fjötraði þingið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 09:00 Allt útlit er fyrir að samkomulag sé í fæðingu um fyrirkomulag makrílveiða. Náist það er líklegt að samkomulag náist um þingfrestun. mynd/Jón Jónsson Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira