Fiskurinn sem fjötraði þingið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 09:00 Allt útlit er fyrir að samkomulag sé í fæðingu um fyrirkomulag makrílveiða. Náist það er líklegt að samkomulag náist um þingfrestun. mynd/Jón Jónsson Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira