Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 16:36 Mælingar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. mynd/skýrsla stýrihóps Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. Engu að síður telur nefndin Hvassahraun besta kostinn fyrir innanlandsflugvöll en skýrsla nefndarinnar var kynnt fyrr í dag.Í skýrslunni kemur fram að meðaltími allra flutninga frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítala, hvort sem er við Hringbraut eða í Fossvogi, sé í dag 5-6 mínútur. Rögnunefndin óskaði eftir mati Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því hversu langan tíma tæki að fara frá Hvassahrauni á spítalann og var því sviðsettur forgangsakstur frá mislægum gatnamótum Hvassahrauns og Reykjanesbrautar að Landspítala. Mælingarnar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. Þá má búast við því, að óbreyttum öðrum þáttum sjúkraflutninga, að tími sjúkraflutnings með sjúkraflugi lengist um 8,5-12,5 mínútur vegna lengri flug-og aksturstíma. Nefndin sendi velferðarráðuneytinu til umsagnar drög að minnisblaði um sjúkraflutninga og flugvallar og drög að minnisblaði um niðurstöður sviðsetningar á forgangsakstri. Í umsögn ráðuneytisins kom fram að „allar lengingar á flutningstíma sjúklings eru til hins verra og þurfa aðrir kostir að koma á móti til að vega þær upp. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum nein rannsóknargögn sem sýna nýtingarhlutfall hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni og þar með aðgengi að LSH fyrir sjúklinga í sjúkraflugi. Þegar þau gögn liggi fyrir sé betur hægt að meta hvort hugsanlegur flutningur flugvallar úr Vatnsmýri í Hvassahraun geti almennt ógnað öryggi sjúklinga.“ Tengdar fréttir Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25 Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. Engu að síður telur nefndin Hvassahraun besta kostinn fyrir innanlandsflugvöll en skýrsla nefndarinnar var kynnt fyrr í dag.Í skýrslunni kemur fram að meðaltími allra flutninga frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítala, hvort sem er við Hringbraut eða í Fossvogi, sé í dag 5-6 mínútur. Rögnunefndin óskaði eftir mati Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því hversu langan tíma tæki að fara frá Hvassahrauni á spítalann og var því sviðsettur forgangsakstur frá mislægum gatnamótum Hvassahrauns og Reykjanesbrautar að Landspítala. Mælingarnar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. Þá má búast við því, að óbreyttum öðrum þáttum sjúkraflutninga, að tími sjúkraflutnings með sjúkraflugi lengist um 8,5-12,5 mínútur vegna lengri flug-og aksturstíma. Nefndin sendi velferðarráðuneytinu til umsagnar drög að minnisblaði um sjúkraflutninga og flugvallar og drög að minnisblaði um niðurstöður sviðsetningar á forgangsakstri. Í umsögn ráðuneytisins kom fram að „allar lengingar á flutningstíma sjúklings eru til hins verra og þurfa aðrir kostir að koma á móti til að vega þær upp. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum nein rannsóknargögn sem sýna nýtingarhlutfall hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni og þar með aðgengi að LSH fyrir sjúklinga í sjúkraflugi. Þegar þau gögn liggi fyrir sé betur hægt að meta hvort hugsanlegur flutningur flugvallar úr Vatnsmýri í Hvassahraun geti almennt ógnað öryggi sjúklinga.“
Tengdar fréttir Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25 Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25
Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36
Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13