Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júní 2015 14:13 Ragna Árnadóttir var formaður Rögnunefndar. Vísir Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58
Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00