Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa í sundur minnisbók dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:45 Clint Dempsey spilar ekki bikarleik fyrr en 2018. vísir/getty Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann. Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann.
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira