Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa í sundur minnisbók dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:45 Clint Dempsey spilar ekki bikarleik fyrr en 2018. vísir/getty Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann. Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann.
Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira