Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2015 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnir samningskröfur sínar. Fréttablaðið/EPA „Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent