Zlatan skoraði í heimkomunni | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 21:45 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira