Astana og Benfica skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu.
Liðin eru í C-riðli ásamt Atletico Madrid og Galatasary. Benfica vermir toppsæti riðilsins en portúgölsku meistararnir hafa náð í 10 stig í fyrstu fimm leikjum sínum. Vinni Galatasary ekki Atletico Madrid í kvöld er Benfica öruggt áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Astana er með þrjú stig á botni riðilsins en Kasakarnir hafa ekki enn unnið leik í riðlakeppninni í ár og eiga ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslitin.
Þeir voru þó nálægt því í dag en Astana komst í 2-0 eftir rúmlega hálftíma leik. Patrick Twumasi og Marin Anicic skoruðu mörkin.
Benfica minnkaði muninn fyrir hálfleik með marki Raúl Jimenez og hann tryggði Portúgölunum stig þegar hann jafnaði metin á 72. mínútu.
Benfica tekur á móti Atletico Madrid í lokaumferðinni á meðan Astana sækir Galatasary heim.
Jimenez tryggði Benfica stig í Kasakstan
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
