Ólsarar eru í öðru sæti 1. deildarinnar með 32 stig, fimm stigum á undan Þór þegar fjórtán umferðir eru búnar af deildinni.
Ólafsvíkingar unnu 2-0 útisigur á Selfossi í gær þar sem nýr framherji liðsins, Hrvoje Tokic, skoraði magnað mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks með hjólhestaspyrnu.
Alfreð Már Hjaltalín, sem hefur spilað frábærlega fyrir Ólsara í sumar, bætti við öðru marki í seinni hálfleik.
Jón Karl Jónsson birtir myndband af mörkunum báðum á Facebook-síðu sinni en þau má sjá hér að neðan.