Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þessir Kúrdar börðust við lögreglu í Tyrklandi nordicphotos/afp „Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu. Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira