Geir: Milljarðurinn breytir ekki landslagi íslenskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 15:36 365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15