Geir: Milljarðurinn breytir ekki landslagi íslenskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 15:36 365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15