Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 20:35 Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru "of miklir naglar“ og fá sjaldan aukaspyrnur. mynd/ksí „Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira