Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 19:45 Dagný Brynjarsdóttir reynir að komast fyrir langa spyrnu Norðmanna. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira