Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 10:02 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. vísir/anton brink/pjetur Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann svarar Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Er greinin tilkomin vegna orða Páls um að stofnunin hafi ekki brotið á neinn hátt á mannréttindum Sigurðar eins og verjandinn hélt fram í málflutningi sínum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í vikunni. Sigurður er á meðal sakborninga í málinu en seinasti dagur aðalmeðferðarinnar er í dag. Aðalmeðferðin hefur tekið fimm vikur en Sigurður hefur ekki getað setið réttarhöldin þar sem hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju.Treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu Í grein sinni rekur Gestur það að hann hafi óskað eftir því að Sigurður yrði fluttur daglega frá Kvíabryggju til Reykjavíkur á meðan aðalmeðferðin stæði yfir. „Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann.“ Sigurður treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu og fór Gestur því fram á að Fangelsismálastofnun fyndi aðra lausn á málinu. Við því var ekki brugðist. Þegar leið svo að því að Sigurður gæfi skýrslu fyrir dómi í markaðsmisnotkunarmálinu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans um helgi til að undirbúa skýrslugjöfina og vörn Sigurðar. Því var hafnað af fangelsismálayfirvöldum.Mannréttindi framar reglum Fangelsismálastofnunar Gestur rakti alla þessa málavexti í málflutningi sínum í vikunni og sagði fangelsismálayfirvöld brjóta gegn mannréttindum Sigurðar. RÚV leitaði viðbragða hjá fangelsismálastjóra sem sagði meðal annars um erindi Gests: „[...] það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Um þetta segir Gestur í grein sinni: „Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig.“ Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann svarar Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Er greinin tilkomin vegna orða Páls um að stofnunin hafi ekki brotið á neinn hátt á mannréttindum Sigurðar eins og verjandinn hélt fram í málflutningi sínum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í vikunni. Sigurður er á meðal sakborninga í málinu en seinasti dagur aðalmeðferðarinnar er í dag. Aðalmeðferðin hefur tekið fimm vikur en Sigurður hefur ekki getað setið réttarhöldin þar sem hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju.Treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu Í grein sinni rekur Gestur það að hann hafi óskað eftir því að Sigurður yrði fluttur daglega frá Kvíabryggju til Reykjavíkur á meðan aðalmeðferðin stæði yfir. „Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann.“ Sigurður treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu og fór Gestur því fram á að Fangelsismálastofnun fyndi aðra lausn á málinu. Við því var ekki brugðist. Þegar leið svo að því að Sigurður gæfi skýrslu fyrir dómi í markaðsmisnotkunarmálinu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans um helgi til að undirbúa skýrslugjöfina og vörn Sigurðar. Því var hafnað af fangelsismálayfirvöldum.Mannréttindi framar reglum Fangelsismálastofnunar Gestur rakti alla þessa málavexti í málflutningi sínum í vikunni og sagði fangelsismálayfirvöld brjóta gegn mannréttindum Sigurðar. RÚV leitaði viðbragða hjá fangelsismálastjóra sem sagði meðal annars um erindi Gests: „[...] það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Um þetta segir Gestur í grein sinni: „Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig.“
Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00