Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. febrúar 2015 19:30 Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira