Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. febrúar 2015 19:30 Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira