Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Vísir/GVA Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi. Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi.
Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16