Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Vísir/GVA Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi. Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi.
Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16